Pólítiskt samkrull verkalýðshreyfingar og stjórnmálaflokka.
Þriðjudagur, 9. desember 2008
Mín skoðun er sú að það sé lágmarks virðing gagnvart launþegum að formenn verkalýðsfélaga séu óðháðir einstökum flokkum í stjórnmálum.
Hagsmunasamtök launþega sem þjóna eiga þeim tilgangi einum lögum samkvæmt að semja um kaup og kjör á vinnumarkaði, eru ekki trúðverðug ef þau hin sömu reyna að nota þann vettvang til annað hvort pólítiskrar framgöngu einstakra flokka í stjórnmálum ellegar einstaklinga er þar veljast til forystu.
Því miður hefur þetta atriði verið misnotað hér á landi eins og ekkert væri sjálfsagðara sem aftur þýðir það að menn sitja beggja vegna borðs í gagnrýni á stjórn ríkis og sveitarfélaga þar sem félögin þegja ef flokkar þeim þóknanlegir eru við stjórnvölinn en röfla og rífast ef þeirra menn eru ekki þar til staðar.
Af biturri reynslu þekki ég þetta mjög vel þar sem mér sem launþega var att til þess að ganga minna hagsmuna sjálf á sínum tíma sökum þess að viðkomandi aðilar innan verkalýðshreyfingar sátu í stjórnum og ráðum Reykjavíkurborgar í tíð R-listans og voru handlama til þess að gagnrýna sjálfa sig eftir að hafa setið í framboði ásamt því að gegna formennsku í stóru verkalýðsfélagi samtímis, fyrir og eftir kosningar til sveitarstjórna.
Það tók mig tvö ár að ganga erinda minna gegnum stjórnkerfið sem verkalýðsfélagið hefði getað varið fyrir mína hönd ef ekki hefði verið innvinklað í pólítik og setið beggja vegna borðs á þeim tíma.
Hagsmunavarsla launþega og stjórnmálaþáttöku þeirra sem þar standa í forsvari skyldi ALDREI blandað saman í sömu skálina.
kv.gmaria.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.