Steingrímur skiptir um skoðun og vill allt í einu skoða Esb.

Verði honum og flokki hans að góðu segi ég aðeins því slíkt mun sem betur fer valda því að fylgi hrynur af flokki sem vill viðhafa slikan loddarahátt sem þar er á ferð og getur ekki betur staðið vörð um það sem þeir hinir sömu hafa hingað til borið á borð fyrir almenning í landinu.

Flokki sem ekki hefur viðhaft nauðsynlega gagnrýni á hið óheilbrigða kvótakerfi og markaðsbrask sem nokkru nemur á sama tíma og verndun heiðagæsa hefur verið ofar á stefnuskránni með fyllstu virðingu fyrir heiðagæsum sem örugglega eru ekki flokksbundnar í Vinstri hreyfingunni frekar en í öðrum flokkum.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigfús Axfjörð Sigfússon

Hva hva hvað ertu að segja manneskja, eru vinstri grænir svona slæmir?

Sigfús Axfjörð Sigfússon, 8.12.2008 kl. 05:57

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Tækifærissinnar og ekkert annað.  Sjá mitt blogg.

Jóhann Elíasson, 8.12.2008 kl. 08:08

3 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sæl GMaría. Ég er sannarlega undrandi á Steingrími að ljá máls á þessu en hnýta svo aftan í að þjóðin muni örugglega segja nei. Hún eigi rétt á að segja nei. Það er staðreynd að fólk getur verið slegið blindu þegar það heyrir endalausan áróður um að það eigi að fá að velja en um hvað. Fólk talar um að skoða í pakkann o.s.frv..Mér finnst þessi umræða bara vera til að draga athygli frá því sem ræða á um þ,e leiðir út úr þeim klúðursvanda sem við erum í núna. Ég veit að peningamenn vilja fá Evruna og er alveg sama hvað hún kostar þ,e, aðild og eftirgjöf á sjálfstæði þjóðarinnar. Allavega hefur enginn sagt mér hvað viljum við fá. Eftir hverju erum við að leita með aðild. Ég hélt að VG myndu standa keikir og segja bara nei takk og þá hefði ég orðið að bíta í tunguna á mér. En nei þeir klikka á þessu ...kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 8.12.2008 kl. 16:57

4 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Sæl Guðrún. Finnst þetta ALLS EKKI koma á óvart með Vinstri-græna.
það er eins og margir ekki vita hvernig flokkur Vinstri-grænur eru,
Í grunninn er þetta afar and-þjóðlegur flokkur sem forveri sósíaliskra
flokka hér á öldinni áður. Hugmyndarfræði hans byggist á mikilli og í
raun í mörgum tilfellum öfgakenndri alþjóðahyggju, sbr rauður fáni og
internasjónallinn. Margir róttæklingar og sellur innan hans eru meir að
segja í nöp við ríkjandi stjórnskipulag, byltingarsinnar, uppsigað við
lög og reglur, sbr mótmælin að  undanförnu. Meir að segja gekk ein
þingkona VG svo langt að verja innrásina á lögreglustöðina um daginn. Þannig að ESB-getur mjög vel fallið  í kramið hjá VG í dag
hentar þeim það pólitískt eins og komið er á daginn. Eins og hjá
hérlendum kommúnistum ganvart Sovét á seinni öld.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 8.12.2008 kl. 20:32

5 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Já að öllum líkindum verður flokkur eins og VG alltaf á móti öllu á öllum tímum bara til að vera á móti.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 9.12.2008 kl. 00:41

6 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Já mín kæra, það er svo líka sjónarmið. kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 9.12.2008 kl. 22:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband