Formaður Sjálfstæðisflokksins gengur í hóp tækifærissinna í stjórnmálum hér á landi.
Sunnudagur, 7. desember 2008
Að mínu viti er þessi yfirlýsing Geirs ekki einungis gegn þvi sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur á stefnuskrá sinni heldur einnig samsömun við samstarfsflokkinn sem leikið hefur að minnsta kosti tveimur skjöldum í samstarfi í ríkisstjórn hvað varðar áróður um aðild að efnahagsbandalagi Evrópu.
Varaformaður flokksins hóf þann leik að hluta til með sams konar yfirlýsingum þessa efnis á skjön við samþykktir flokksins um stefnu í þessu máli.
Hvoru tveggja formaður og varaformaður Sjálfstæðisflokksins ættu því betur heima í Samfylkingunni nú um stundir sökum þess að þeir hinir sömu hafa yfirgefið sjónarmið meirihluta flokksmanna í eigin flokki sem þeir hinir sömu hlutu þó brautargengi til Alþingis fyrir.
Slík flokksforysta sem ekki finnur sig til þess að ganga erinda kjósenda sinna sem þó komu flokk þessum í meirihluta í ríkisstjórn sem og forystu til þess að stjórna landinu mun varla fá endurnýjað umboð starfa sinna ef lýðræðið fær notið sín og stefnumál verða ofar flokkshagsmunum hvers konar.
Afar fróðlegt mun því verða að fylgjast með landsþíngi þessara stjórnmálasamtaka í janúar næstkomandi.
kv.gmaria.
Aðildarviðræður koma til greina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 03:29 | Facebook
Athugasemdir
Sammála þér Guðrún . kv .
Georg Eiður Arnarson, 7.12.2008 kl. 11:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.