Viðskiptaráðherrann hefur gleymt eigin hamagangi um upptöku Evru í byrjun ársins 2008.

Ég ræddi það þá að tal viðskiptaráðherra í fjölmiðlum þess efnis að taka ætti upp Evru væri til þess fallið að tala niður krónuna, en ráðherra virtist ekki átta sig á því sjálfur að þetta tal væri ábyrgðarlaust og til þess fallið að veikja eigið hagkerfi.

Sá hinn sami fór nefnilega hamförum í tali um upptöku evru, líkt og sá hinn sami hefði ekki áttað sig á því að hann væri ráðherra viðskiptamála en ekki stjórnarandstæðingur líkt og árin á undan.

Hvorki Evrópusambandsaðild né upptaka evru er að finna í stjórnarsáttmála þeim er flokkar í ríkisstjórn gerðu með sér við myndun ríkisstjórnar.

Þetta tal ráðherrans var því á skjön við stefnu ríkisstjórnarinnar á þeim tíma og getur ekki flokkast undir annað en flokkspólítiskan áróður eigin flokkshagsmuna og stefnumála þar á bæ, því miður.

kv.gmaria.

 


mbl.is Björgvin: Spurningarmerki við Glitnisatburðarás
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kjósandi

Ef þjóðin hefði hlustað á Björgvin og undirbúið efruaðild hefði fall bankanna ekki orðið og sú efnahagskrísa sem við erum nú í ekki orðið.

Um leið og við hefðum farið i aðildarviðræður hefðum haft Evrópu sem bakhjarl og Evrópubandalagið hefðu hjálpað okkur að verjast fjármalafallinu.

Það hefði mátt borga mikið fyrir þá stöðu.

 Við eigum von á enn meiri hremmingum ef við göngum ekki til samstarfs við einhvert aljóðabandalag. 

Okkar er að velja um Varsjárbandalagið, Bandaríkin eða Evrópusambandið.

Kjósandi, 7.12.2008 kl. 11:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband