Íslendingar geta sjálfir breytt þvi sem breyta þarf, í íslenzku samfélagi.

Við þurfum ekki að ganga í Evrópusambandið til þess að breyta einhverju hér á landi, það vita flestir sem vilja vita.

Jafnframt er það atriði sem haldið hefur verið svo mjög á lofti að við skulum fara í aðildarviðræður til þess að skoða hvað sé í boði, álíka því að ætla að sambandið sér tilbúið með siflurfat fyrir okkur Íslendinga þar sem við getum bara valið úr veislukostum.

Semsagt sambandið helli fyrir okkur te í bollann og við segjum , skál í boðinu og yfirgefum samkvæmið án þess að drekka teð ...... ef okkur sýnist.

Fyrir það fyrsta þurfum við að vita hvað við viljum en það hafa Evrópusinnar ekki minnst á einu orði og eini flokkurinn sem hefur aðild á stefnuskránni nær skoðanalaus um innanlands ágreiningsmál þjóðarinnar ellegar hefur uppi margar skoðanir á sama máli.

Þeir sem vita hvaða skilyrði sambandið setur til handa sínum þjóðum hvað varðar yfirráð og aðkomu ríkja allra að til dæmis auðlindum landanna, vita nú þegar hvers konar fullveldisafsal yrði um að ræða við slíkt af hálfu okkar Íslendinga, og sökum þess hafna þeir hugmyndum um slíkt valdaafsal til framtíðar fyrir þjóðina.

Tímabundnar undanþágur munu nefnilega ekki nýtast börnum okkar á komandi tímum þegar valdstjórn hefði verið afsalað til Brussel.

kv.gmaria.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband