Stjórnmálaáhuginn eftir fjármálahrunið.

Ég hefi mjög velt því fyrir mér hvers vegna allt í einu koma menn úr öllum áttum í voru samfélagi sem taka þátt í stjórnmálum núna, menn sem hvergi var að finna í þáttöku í stjórnmálum undanfarin ár.

Menn sem ef til vill kusu þá hina sömu flokka við völd með sama gamla skipulagið meðan meint góðæri ríkti til handa hluta þjóðarinnar.

Almennt virðingarleysi hefur ríkt fyrir stjórnmálasviðinu í samfélaginu allt fram til daga fjármálahrunsins og þáttaka fólks í stefnumótun og fundum á vegum flokka ekkert til að hrópa húrra fyrir.

Með öðrum orðum enginn vill gera neitt fyrir en allt er farið til ............. eða hvað ?

kv.gmaria.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kjartan Pálmarsson

Ég er nú ekki farinn að skipta mér af landsmálunum ennþá. En, það gæti farið að breytast. Þegar það svo gerist verð ég þá einn af þeim sem hvergi var að finna undanfarin ár, og kem úr einni áttinni.

Því spyr ég: er það ekki bara allt í góðu? Það hafa hvort eð er allir kosið áður, í það minnsta flestir.

Bestu kveðjur og allt í góðu! KP

Kjartan Pálmarsson, 4.12.2008 kl. 02:00

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Af hverju í ósköpunum hafa menn þá ekki reynt að hafa áhrif innan stjórnmálaflokka þar sem enn er ekki einungis tveggja flokka kerfi hér á landi ?

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 4.12.2008 kl. 02:54

3 Smámynd: Þórbergur Torfason

Hm: Að neyta atkvæðisréttar síns í sveitarstjórnar eða alþingiskosningum er að beita sér í stjórnmálum.

Að röfla á bloggsíðum eða í blaðagreinum eftir að hafa krossað við rangan flokk í kjörklefanum er bara röfl, því miður. Þú getur ekki sagt launþega þínum á hinu háa alþingi upp á miðju kjörtímabili. Allra síst þeim hinum siðblindu sem nú vafra um þingsali og þykjast ekki heyra og kunna augljóslega ekkert á björgunarbúnað (svo ég noti nú líka fáránlega samlíkingu stormguðanna) skútunnar Eyland SF-205 sknr.mjög óljóst en þó er eins og djarfi fyrir bókstöfunum hjálp "evra" Skipaskrárnúmerið er alla jafnan samsett úr 4 tölustöfum. Td. 1234 sem við skulum vona að verði ekki endatala verðbólgunnar. Sérkennilegt með vrðbólgu. Við hvað styðst hún? Manni hefur yfirleit fundist bólga einkennast af kvölum þess sem er bólginn en ekki þeim sem getur lægt hana.

Furðuleg pest þessi verðbólga. Úbbs já þarna, ekki er þetta verðbólga.

Þórbergur Torfason, 4.12.2008 kl. 03:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband