Frjálslyndi flokkurinn hefur í áratug lagt til breytingar á kvótakerfi sjávarútvegs.

Tillögur míns flokks til breytinga á fiskveiðistjórn hér við land er eitthvað sem ríkisstjórn núverandi og fyrrverandi, hefur daufheyrst við enn sem komið er, þrátt fyrir það atriði að mikill meirihluti Íslendinga sé ósáttur við kvótakerfi sjávarútvegs í núverandi mynd.

Við höfum lagt fram frumvarp frá upphafi um að veita frelsi manna til að veiða fisk á Íslandsmiðum á smábátum með tvær handfærarúllur til veiða sem hvorki ógnar fiskistofnum né heldur raskar veiðum í stofnstærðir sem nokkru nemur árlega, en skapar atvinnu og lifirbrauð sem er þjóðhagslega hagkvæmt.

Við höfum nú eftir bankahrunið lagt fram frumvarp um að kalla inn aflaheimildir og skuldajafna við sjávarútvegsfyrirtæki og taka nýtt kerfi í notkun nú, kerfi sem ekki mismunar eða veldur þjóðhagslegri verðmætasóun, eins og kerfi það sem er í notkun hefur gert árin öll frá því að markaðbrask með óveiddan fisk var lögeitt , illu heilli.

Það mun ALDREI verða sátt um núverandi skipulag og niðurstaða Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna varðandi mannréttindabrot við að meina þegnum aðkomu er nærtækasta dæmið.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl Guðrún.

Allveg sammála. Kær kveðja.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 3.12.2008 kl. 01:56

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Takk fyrir það Þórarinn.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 4.12.2008 kl. 02:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband