Hvaða stjórnmálamenn hafa gerst talsmenn Evrópuaðildar ?

Jú þar er meðal annars um að ræða tvo fyrrverandi ráðherra sem stóðu að kvótakerfi sjávarútvegs hér á landi og eru þeir Halldór Ásgrimsson og Þorsteinn Pálsson.

Samráðherra í ríkisstjórn Þorsteins og sínum tima er einmitt Jón Baldvin Hannibalsson sem síðar varð sendiherra í tíð Framsóknar og Sjálfstæðisflokks sem talar mikið fyrir inngöngu.

Núverandi formaður Framsóknarflokks Valgerður Sverrisdóttir einnig fyrrum ráðherra í ríkisstjórn Halldórs vill einnig í Evrópusambandið.

Enginn þessara aðila hefur getað horfst í augu við mestu stjórnmálalegu mistök hér á landi sem er það atriði að lögleiða framsal óveidds fiskjar úr sjó og veðsetningu í fjármálastofnunum sem leiddi af sér mesta fjármálabrask Íslandssögunnar.

Ég hvet menn til þess að skoða flótta manna frá eigin ábyrgð ákvarðanatöku, sem leitt hefur þjóðina afturábak en ekki áfram, nú um stundir.

kv.gmaria.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband