Samfylkingin og Evrópusambandið.

Það hefur verið ótrúlegt að fylgjast með hamagangi flokksmanna SF, á tímum erfiðleika í íslensku þjóðfélagi þess efnis að reyna að róa að því öllum árum að bera út boðskap um aðild að Esb, svona til þess að draga athyglina frá því að flokkurinn er í ríkisstjórn.

Allt skal vera því að kenna að við höfum ekki gengið í Esb áður en fjármálafárið dundi yfir og eina leiðin út úr því er einnig Esb, að áliti Samfylkingarinnar.

Án allrar gagnrýnii á hið evrópska regluverk fjármálaumhverfis, sem Samfylkingin samþykkti með ríkisstjórnarþáttöku, og varð þó til þess að íslenskar fjármálastofnanir gátu vaxið svo og svo mikið umfram þjóðarframleiðslu með starfssemi í Esb landslaginu.

Samfylkingin vill leiða þjóðina inn í eitt mesta hafta og kvaðakerfi sem um getur í formi reglugerðaflóðs sem samþykkt er í Brussel og þessi flokkur talar fyrir ásamt því að afsala okkur yfirráðum og sjálfstæði yfir eigin auðlindum við óbreytta fiskveiðistefnu sambandsins.

Flokkur sem talar fyrir aðild að Esb án þess að hafa svo mikið sem myndað sér skoðun á fiskveiðistjórnunarkerfinu hér á landi  frá stofnun og óheilbrigðum framgangi þess í áratugi, er ótrúverðugur fulltrúi allra landsmanna, því miður.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband