Faglegir hagfræðingar eða pólítískir ?

Fræðimenn í hagfræði hafa undanfarið verið nær daglegir gestir í fjölmiðlum, þar sem allir hafa viðrað sínar skoðanir á því sem þarf að gera en fæstir alveg sammála, þótt um sé að ræða sömu fræðigrein, hvað svo sem veldur.

Það eitt hefur ekki beinlínis verið til þess að almenningur gerði sér betri grein fyrir ástandi mála, heldur þvert á móti að mínu mati.

Það er eins með hagfræðinga og aðra fræðimenn að þeim hættir til þess að blanda sér í stjórnmál í stað þess að gera grein fyrir máli sínu á hlutlægum forsendum hvívetna, það skal þó tekið fram að þar falla ekki allir í þann pytt.

Aðild að Evrópusamabandinu er aðeins á stefnuskrá eins stjórnmálaflokks af fimm er sitja á Alþingi, enn sem komið er.

kv.gmaria.

 

 

 


mbl.is Höft eða Evrópusambandið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Þetta hefur örugglega verið faglegt mat þessa manns og það er ekki hægt nú um stundir að fjalla um framtíð okkar án þess að nefna ESB. Við höfum einfaldlega ekki um nema þessa tvo kosti að velja hvað sem stefnum flokkanna líður. Stefnur flokkanna voru einfaldlega mótaðar og samþykktar við allt aðrar aðstæður en við búum við í dag, svo einfalt er það. Þetta snýst ekki lengur um pólitík heldur blákaldann veruleikann.

Viljum við stefna fram (ESB),  eða til baka (HÖFT)

Hólmfríður Bjarnadóttir, 1.12.2008 kl. 01:25

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæl.

Er þér algjörlega ósammála í þessu efni og vara við því að hagfræðingar sem vilja skipta sér af pólítík komi fram um nafni fræða sinna, mun nær væri fyrir þá að ganga í flokka og beita sínum áhrifum þar, það væri eðlilegra.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 1.12.2008 kl. 01:31

3 Smámynd: Sveinn Ingi Lýðsson

Þú fullyrðir eftirfarandi: "Fræðimenn í hagfræði hafa undanfarið verið nær daglegir gestir í fjölmiðlum, þar sem allir hafa viðrað sínar skoðanir á því sem þarf að gera en fæstir alveg sammála, þótt um sé að ræða sömu fræðigrein, hvað svo sem veldur".

Ég hef ekki orðið var við þetta að undanskildum þeim hagfræðingum sem eru í atvinnupólítík.  Ég tók ekki frekar en flestir aðrir eftir viðvörunum manna eins og Þorvaldar Gylfasonar, Gylfa Zoega, Ragnars Önundarsonar svo einhverjir séu nefndir fyrr en ég fór núna eftir hrunið að fletta upp skrifum þeirra og málflutningi í fjölmiðlum.   Þar bar allt að sama brunni.  Þessir menn og nánast öll hagfræðingastéttinn æpti til okkar viðvaranir.

Við vorum bara svo upptekin í partýinu, músíkin í botni og reyndar flest annað í botni þannig að við hvorki heyrðum í þeim né tókum mark á þeim.

Þess vegna langar mig til að þú rökstyðjir ofangreinda fullyrðingu þína að öðrum kosti flokkast þetta undir hreint skrum.

Sveinn Ingi Lýðsson, 1.12.2008 kl. 07:52

4 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Sveinn.

Hagfræðingar rétt eins og verkalýðsforingjar ná ekki að skilja á milli hagfræði og þess að blanda sér í pólítik eins og umræðu um Evrópusambandsaðild.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 1.12.2008 kl. 23:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband