Verkalýðsmiðstýring á kostnað launþega í landinu ?

Þeir sem eiga að standa vörð um hagsmuni launþega í landinu leggjast gegn afnámi verðtryggingar fjárskuldbindinga, sem er ein stór ástæða hins óheilbrigða efnahagsumhverfis sem við Íslendingar höfum mátt búa við lengi og gerum enn.

Það eru mörg ár síðan ég ræddi um það að ASÍ, væri tímaskekkja sem miðstýringarapparat í markaðsþjóðfélagi, þar sem stjórnir verkalýðsfélaga hefðu lögum samkvæmt sjálfdæmi um að skipa í stjórnir lífeyrissjóða landsmanna, sem sýsluðu með mikil verðmæti.

Lífeyrissjóða sem síðan fjárfestu í fyrirtækjum á markaði þar sem fulltrúar verkalýðsfélaga og fulltrúar vinnuveitanda sátu saman sem hluthafar til þess að gæta sameiginlegra hagsmuna arðsemi einstakra fyrirtækja þar sem til dæmis launakostnaður var eðli máls samkvæmt kapítuli sem skyldi vera sem lægstur.

Andvaraleysi Alþingis gagnvart umbreytingum á þessu hinu sama skipulagi mála hefur verið algjört, þótt augljóst sé að þar skarist hagsmunir, annars vegar varðstöðu um kjör launafólks í landinu og hins vegar gróða og arðsemi einstakra fyrirtækja sem sömu fulltrúar hafa átt að standa vörð um.

Því til viðbótar hefur verkalýðshreyfingin gerst sek um það að skipta sér af stjórnmálum sem sú hin sama ætti að vera ótengd svo fremi þar sé um að ræða virðingu fyrir skoðunum launþega sem velja sér  sitt hverja flokka í kosningum til þings.

Nægir þar að nefna Esb yfirlýsingar af hálfu forystumanna í hreyfingunni.

Hagsmunavarsla um kjör launþega fer ekki í flokksgreinarálit svo fremi sem tilgangurinn helgi meðalið.

Það atriði að leggjast gegn því að verðtrygging sé afnumin hér á landi, ber vott um stórfurðulega afstöðu gagnvart hagsmunum launþega almennt í landinu.

Það skyldi þó aldrei vera að við þyrftum nýja verkalýðshreyfingu SAMSTÖÐU um kjör launþega hér á landi sem næði að " eygja skóginn fyrir trjánum " ?

kv.gmaria.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sael GMaría.

Það skyldi þó aldrei vera að við þyrftum nýja verkalýðshreyfingu SAMSTÖÐU um kjör launþega hér á landi sem næði að " eygja skóginn fyrir trjánum " ?

Hér er ég alveg sammála thér. ASI og VR e.t.v. líka eru einraedisbatterí af verstu sort. Ríki í ríkinu og eins og menn hafa séd vinna mest í ad vidhalda valdi sínu og safna fé í sjódi sem sídan tharf einhvern úr innsta hring til ad stjórna. Reynt ad hafa allt svo flokid ad ekki sé utanadkomandi eda nýjum adilum treyst eda hleypt ad. Sama kerfi er med stjórnmálaflokkana. Ég var á sogulegum fundi VR thar sem maettu 600 manns ca. og sogdu sína skodun á Gunnari Páli og stjórn VR eftir uppljóstranir um ákvardanir med KB. Thar var maett elítan úr ASI en ekki sem thátttakendur thó. kvedja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 22.11.2008 kl. 10:10

2 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Sæl Guðrún. ASÍ-forystan er algjörlega út takti við íslenzkan raun-
veruleika. Rekur nú allsherjar ESB-trúboð um land allt sem einu
lausnina fyrir íslenzka launþega. Eins og henni sé borgað fyrir það
frá Brussel. Ætti að ferðast til Spánar núna. Þar er spáð allt að 15%
atvinnuleysi, þrátt fyrir ESB-aðild og evru, þrátt fyrir að systurflokkur
Samfylkingar sitji þar við völd, og þrátt fyrir ekkert bankahrun eins
og á Íslandi.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 22.11.2008 kl. 21:53

3 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæl Kolla.

Það er okkar að breyta þessu, og þar eru orð til alls fyrst.

Sæll Guðmundur.

Evróputrúboð ASÍ er hneyksli, ekkert annað.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 23.11.2008 kl. 02:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband