Lögin og lýðræðið.

Það er ekki nóg að setja lög á lög ofan ef síðan er til staðar heimild til setningar reglugerða sem gefa ráðherrum er sitja á hverjum tíma vald til þess að umbreyta svo og svo miklu af tilgangi þeirra hinna sömu laga.

Þetta hefur nú eigi að síður verið raunin hér á landi lengi.

Þegar svo er komið að lagafrumskógur sá er við lýði er í íslensku þjóðfélagi er orðinn svo mikill að stjórnvöld eygja ekki lengur, hver framkvæmdin er í raun, og verkefni dómstóla hlaðast upp við það að leysa ágreining sem fyrirbyggja hefði mátt með skýrari ákvæðum laga og einfaldari smíð þeirra hinna sömu þarf þingið að takast á við endurskoðun sem slíka.

Stór hluti af þeim vandamálum sem þjóðin má þurfa að horfast í augu við í dag er tilkomin vegna þess að stjórnvöld hafa ekki gert sér grein fyrir mörkum gildandi laga í landinu undir kringumstæðum sem gátu verið sýnilegar.

kv.gmaria.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband