Hin þjóðhagslega óhagkvæmni skipulags við lýði hér á landi.

Það má spyrja að því hvers vegna í ósköpunum hið háa Alþingi hafi samþykkt að lögleiða frjálst framsal aflaheimilda í sjávarútvegi og veðsetningu á óveiddum fiski úr sjó í áraraðir í fjármálastofnunum án þess að einhver gerði alvarlegar athugasemdir við þá hina sömu framkvæmd mála.

Upp úr þessum gjörningi varð ekki aðeins til óheilbrigt markaðssamfélag með verulega skekktum markaðsforsendum hvers konar, heldur einnig var þar um að ræða að landsmenn voru látnir borga brúsann af skipulaginu í formi skatta.

Skattar lækkuðu nefnilega ekki neitt við þetta skipulag sökum þess að það gleymdist að setja mörk í frjálshyggjuæðinu  og fyrirtækin gátu notað tap milli ára fram og til baka í bókhaldsleikjum þar að lútandi.

 Landsmenn máttu þurfa að greiða sömu skatta alveg sama hvar á landinu byggju þótt atvinnan hefði verið seld burt á einni nóttu og samfélög lögð í rúst, eignir hins opinbera sem og einstaklinga að engu orðnar,  meðan fjármálaumsýslumenn léku sér að gróðanum um veröld víða.

Það hefði mátt halda að útgerðarfyrirtækin gætu hafa höndlað það að vera fjárhagslega sjálfstæð við slíka sérmeðferð sem þar var um að ræða en það er öðru nær, fyrirtækin offjárfestu í tækjum og tólum og skuldsettu sig fram og til baka.

Orðið hagræðing er því öfugmæli , um þetta skipulag sem orðið hefur íslenskri þjóð dýrkeypt en heimfæra þarf til ábyrgðar þá alla sem öll árin hafa verið höfundar þessa skipulags sem og þeirra sem með sínu andvaraleysi hafa samþykkt hlutina.

kv.gmaria.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband