Hví voru þessir ráðamenn kosnir við valdataumana ?

Hin gengdarlausa markaðshyggja sem tröllriðið hefur öllu í voru þjóðfélagi í tvo áratugi, með tilstyrk Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Samfylkingar, hefur mótað það þjóðskipulag sem nú hefur hrunið til grunna.

Skipulag þar sem svokölluð hagræðing skyldi einungis hagræðing fyrir suma þegna þjóðfélagsins ekki aðra.

Ekki hinn almenna launþega á vinnumarkaði , langt í frá.

Ekki einstæðar mæður og feður.

Ekki þá sem leigja á leigumarkaði.

Ekki þá sem tapað hafa vinnugetu og  hafa mátt taka við örorkubótum.

Ekki aldraða og ekki börn.

Ekki þá sem starfað hafa fyrir hið opinbera í samfélagþjónustunni hvort sem um er að ræða lögreglumenn, heilbrigðisstarfsmenn, eða skólastarfsmenn.

Ekki fyrir sjómenn á Íslandi sem hafa verið gerðir að leiguliðum í kvótakerfi sem er upphaf og endir alls þess sem heitir misvitur fjármálaumsýsla hér á landi og orsakað hefur málamyndamarkaðssamfélag þrjú hundruð þúsund einstaklinga á norður hjara veraldar.

Í síðustu kosningum sem kosningum áður fengu kjósendur val um flokka en því miður voru sömu talsmenn sömu aðferða kosnir til valda.

Vonandi verður þar breyting til staðar næst.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Míkið rétt Guðrún. Á þessu þarf að verða grundvallarbreyting

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 16.11.2008 kl. 21:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband