Ríkisstjórnin reynir að plástra ónýtt kvótakerfi í stað þess að breyta því.

Einu sinni enn er verið að plástra kerfi sem þarfnast heildarendurskoðunar við, nú með því móti að auka um 13 % kvótatilfærslu milli fiskveiðiára.

Jafnframt kom fram á þinginu í dag breyting á lögum um nytjastofna sjávar þar sem útgerðir eru skyldaðar til þess að landa afla á íslenskum mörkuðum, með þeim annars stóra fyrirvara þó að ráðherra getur með reglugerðarheimildum veitt undanþágu til útflutnings til handa viðurkenndum markaðsaðilum erlendis.

Að sjálfsögðu ber að fagna því að menn séu skyldaðir til að landa afla innanlands og slíkt skyldi að sjálfsögðu alltaf hafa verið til staðar ef kerfið á annað borð ætti að teljast eðlilegt markaðskerfi, en það hefur ekki verið með þeim formerkjum, því miður.

Hér er um að ræða málamyndatilraunir til þess að laga kvótakerfið sem ganga illa eða ekki upp í raun og rekast hver á annars horn þegar upp er staðið.

kv.gmaria.

 

 

 

 


mbl.is Mega geyma þriðjung kvótans milli ára
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband