Þetta elska Íslendingar....
Sunnudagur, 9. nóvember 2008
Þetta elska Íslendingar,
öðrum mönnum fremur,
tveir eru ekki ánægðir,
þegar báðum semur.
Hinar endalausu deilur og hjaðningavíg um smámál í voru samfélagi svo ekki sé minnst á pólítiska sviðið og málamyndameting millum flokka um eigið ágæti, lítar og hefur litað um of all margt í okkar samfélagi, með tilheyrandi andvaraleysi í athöfnum í landinu, um framfarir og þróun hvers konar.
Því til viðbótar hefur tilkoma hins meinta markaðssamfélags þrjú hundruð þúsund einstaklinga í einu landi orsakað enn eina tegund af baráttu hinna góðu og vondu markaðsmanna, sem blandast hefur inn í stjórnmálin engum til hagsbóta.
Fjölmiðlar hafa komið af fjöllum eins og jólasveinar, og ekki gert annað en að taka við skeytum úr faxtækjunum þar sem hver um annan þveran eykur sitt hróður og ágæti á kostnað annars sem sendir svarskeyti á morgun.
Hamagangurinn og tímaleysið hefur orsakað það að fjölmiðlar hafa varla tíma til að segja fréttir, til þess að koma að auglýsingum og skemmtiþáttum í hinu annars dásamlega markaðsumhverfi sem einhver fann út að Ísland væri með sínum þrjú hundruð þúsund einstaklingum.
Landsmenn voru að sögn stjórnvalda hluthafar í útgerð þar sem nokkrum útvöldum hafði verið færður veiðíréttur að Íslandsmiðum sem þeir hinir sömu gátu braskað með að vild meðan landið fór á annan endann, og var og er upphafið að þeirri ævintýramennsku sem nú hefur hrunið til grunna.
Í upphafi skyldi því endir skoða.
kv.gmaria.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Góð vísa Guðrún. Vertu ekki spör á þær!
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 9.11.2008 kl. 21:39
Takk fyrir það Guðmundur.
kv.gmaria.
Guðrún María Óskarsdóttir., 9.11.2008 kl. 23:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.