Lýðræði fjölmiðla í landinu.

Það er all sérkennilegt að einungis fyrir kosningar til þings fái ALLIR fulltrúar flokka á þingi jafnt aðgengi að umræðu um þjóðmál, í sama þætti, en ekki meðan þing starfar.

Hvers vegna í ósköpunum getur sjónvarp allra landsmanna Ríkissjónvarpið ekki viðhaft slík vinnubrögð að boða fulltrúa allra flokka í einn og sama þáttinn um samfélagsmál ?

Nú vill svo til að hér einu sinni var þetta viðhaft í mun ríkara mæli en til staðar er í dag og sjálf man ég eftir slíkum þáttum fyrir fermingu sem mér fannst með skemmtilegra sjónvarpsefni til áhorfs.

Hvað hefur breyst ?

Varla hinar lýðræðislegu forsendur þær ættu að gilda um alla tíma.

ER það tímaskortur ?

Hvað veldur ?

kv.gmaria.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband