Við gleymum oft því dýrmætasta tíma.

Tími samveru með börnum frá fæðingu gegnum skeið frumbernsku er dýrmætur og sá timi skyldi aldrei vanmetinn, því hann byggir upp tilfinningatengsl til framtíðar.

Samfélagið og samfélagsgerðin þarf að skapa tíma samveru foreldra með ungum börnum sínum hvað varðar það atriði að allir þjóðfélagsþegnar hvort sem eru einstæðir feður eða mæður geti átt samveru við börn sín utan vinnutíma.

Þar er skattkerfið tæki til jöfnunar.

Því miður hefur það ekki verið raunin hér á landi nokkurn tíma, að ein fyrirvinna nægi fyrir þörfum heimilis og foreldrar báðir knúnir á vinnumarkað sem fyrst frá ungum börnum.

Þannig á það ekki að vera.

kv.gmaria.


mbl.is Forvarnardagur á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Sæl Guðrún. Vona að það nýja Ísland sem senn rís upp úr dansinum
kringum gullkálfinn verði mun mannúðlegra og kærleiksríkara heldur
en það sem fyrir var. Ný og betri gildi og viðhorf sigri sem mun gera
þjóðfélag okkar mun manneskjulegra en áður. Alla vega er það von og trú mín...

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 6.11.2008 kl. 21:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband