Réttarkerfi og lagasetning.

Hlýddi á afar fróðlegt viðtal Boga Ágústssonar við Antonin Scalía dómara við Hæstarétt Bandaríkjanna, í gærkveldi, þar sem sá síðarnefndi lýsti  m.a. viðhorfum sínum til réttarþróunar.

Það kom meðal annars fram í máli hans að tilhneigingin til þess í nútíma samfélagi að breyta lögum og jafnvel stjórnarskrá að tíðaranda hvers tíma, væri afar ríkur í Bandaríkjunum eins og víðar.

Stundum væri hins vegar betur heima setið en af stað farið í því efni, og þar er ég svo innilega sammála honum.

Jafnframt gerði hann afar góð skil hvers vegna Bandaríkjamenn hafa kviðdóm í sínu réttarkerfi sem og mismun þess og réttarkerfum annarra ríkja.

Ég hvet alla sem ekki sáu þennan þátt og áhuga hafa á réttarþróun, að skoða þáttinn.

kv.gmaria.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband