Sitjandi stjórnvöld í landinu eru rúin trausti, nú þegar.

Ég er ansi hrædd um það að sitjandi ráðamenn svo ekki sé minnst á ráðherra megi búa við það enn um stund að líða fyrir tortryggni, sú er einfaldlega staða mála í ljósi nýjustu upplýsinga.

Við Íslendingar völdum því ekki sjálfir að standa að þeim rannsóknum sem þurfa að koma til sögu að mínu viti, einungis vegna þess að stjórnsýslulegt vanhæfi mun varða leiðir allar fram og til baka í ferlinu.

Get endurtekið það einu sinni enn hve mikil mistök það voru að skipa hér ekki í upphafi Þjóðstjórn við völd, þannig að aðkoma allra lýðræðislega kjörinna fulltrúa fólksins væri með sama móti.

kv.gmaria.


mbl.is Óþolandi að líða fyrir tortryggni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Sæl Guðrún. Og nú er komið á daginn að menntamálaráðherra og vara-formaður Sjálfstæðisflokksins var bullandi vænhæf í aðkomu
sinni að bankahruninu. Átti mikilla hagsmuni að gæta í  Kaupþingi.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 5.11.2008 kl. 21:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband