Aðild að ESB jafngildir því að Íslendingar afsali sér sjálfstæði þjóðarinnar.

Ég hef mjög undrast hinn mikla áróður sem rekin hefur verið hér á landi varðandi aðild að efnahagsbandalagi Evrópu upp á síðkastið, þar sem menn stinga því undir stól að við það myndum við missa yfirráðarétt yfir eigin fiskimiðum sem aftur jafngildir fullveldisafsali.

Eitt er að hafa vald yfir eigin hagsmunum og annað að selja það frá sér og þeir sem tala hæst fyrir þessum sjónarmiðum hafa yfirleitt engin svör varðandi það að varanlegar undanþágur frá fiskveiðistefnu sambands þessa hafa EKKI verið til staðar til handa nokkurri þjóð sem í bandalagið hefur farið, því miður heldur einungis tímabundnar.

Kjarklausir stjórnmálamenn.

Stjórnmálamenn og heilu flokkarnir sem hafa haft uppi áróður um aðild að bandalaginu hafa til dæmis ekki myndað sér skoðun sem flokkar á skipan mála til handa þjóðinni varðandi eitt umdeildasta málið undanfarna áratugi hér á landi, sem er fiskveiðistjórnarkerfið og skipan þess. Svo virðist sem þeir hinir sömu virðist flýja af hólmi á náð valdsins í Brussel með óþægilegar ákvarðanir um innanlandsmál. Það hefði á einhverjum tíma kallast hráskinnaháttur hér á landi vægt til orða tekið. Við Íslendingar eigum að sjálfsögðu að taka eigin ákvarðanir um eigin hagsmuni hér innan lands með það að markmiði að vernda sjálfstæði einnar þjóðar til ákvarðana um eigin mál, til lengri og skemmri tíma og þar verður hvorki týnt til að hagstjórn innan lands sem hægt er að breyta eða eitthvað annað eigi að vera forsenda þess að afsala sjálfstæði þjóðarinnar með því móti sem nú er róið að.

Valdaafsalið yrði algjört til handa einni þjóð.

Þeir sem eitthvað hafa kynnt sér þau skilyrði sem bandalagið setur hvað varðar fiskveiðistefnu vita að það er ekki neinar undanþágur að fá hvað varðar fiskveiðistefnuna það hefur margsinnis komið fram á undanförnum árum og Íslendingar myndu þurfa eins og áður sagði að afsala sér yfirráðarétti yfir eigin fiskimiðum í komandi framtíð.

Það jafngildir því sjálfstæðisafsali í raun og því til viðbótar er líklegt að bandalagið muni áfram knýja á um stjórnarskrárhugmyndir sínar sem einnig yrðu til þess að okkar stjórnarskrá færi fyrir lítið, og við þá eyjuútkjálki með lítið áhrifavald með sama tilkostnaði og áður við vöruflutninga til og frá landinu. Við myndum greiða háar upphæðir per mann í sambandið án þess að fá til baka tilkostnaðinn en sendiherraiðnaðurinn í Brussel myndi koma til viðbótar sem umsvif hins opinbera.

Í upphafi skyldi því endir skoða.

Guðrún María Óskarsdóttir.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)

Hugsaðu þér allar þjóðinar sem eru í ESB sem hafa tapað sjálfstæðinnu !

Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock), 2.11.2008 kl. 00:50

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Við Íslendingar höfum tiltölulega nýfengið sjálfstæði okkur til handa og þrátt fyrir ýmsar ógöngur þá ættum við ekki annað eftir en að henda því frá okkur með því móti að undirgangast til dæmis stjórnarskrárhugmyndir Esb og valdaafsalið yfir eigin fiskveiðum.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 2.11.2008 kl. 00:57

3 Smámynd: Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)

Evrópusambandsaðild er þvinguð staða í dag.

Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock), 2.11.2008 kl. 01:01

4 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Bara gæti kýst þig Guðrun fyrir þessa frábæru grein. Áfram Ísland!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 2.11.2008 kl. 01:36

5 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Takk fyrir það Guðmundur, það er þörf að slá á þessa dellu sem er í gangi.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 2.11.2008 kl. 01:57

6 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Annar koss héðan! Kærar þakkir Guðrún María.

Áfram Ísland!

Gunnar Rögnvaldsson, 2.11.2008 kl. 02:39

7 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Takk fyrir það Gunnar.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 2.11.2008 kl. 02:43

8 Smámynd: Jóhann Elíasson

Nú er ég ekki alveg sammála þér GMaría mín, megninu af "sjálfstæðinu" afsöluðum við okkur þegar EES samningurinn var gerður, en sá samningur gerir ráð fyrir meiru valdi til Brussel en menn vildu vera láta og þá hefði strax þurft að fara út í stjórnarskrárbreytingu en einhverra hluta vegna þótti "mönnum eða ráðherrum" sem fastast knúðu á það mál ekki ástæða til að láta vita af þessum annmarka samningsins.  Það er frumskylda hvers þingmanns, sem situr á þingi hverju sinni að sjá til þess að sett lög standist stjórnarskrána.  Í þessu tilfelli brást hver einasti sitjandi þingmaður skyldu sinni.

Jóhann Elíasson, 2.11.2008 kl. 08:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband