Ríkisstjórnin MUN þurfa að smíða nýtt fiskveiðikerfi.

Hin þjóðhagslega óhagkvæmni núverandi fiskveiðikerfis hefur blasað við í mörg herrans ár og því fyrr sem Sjálfstæðisflokkurinn áttar sig á þvi, því betra fyrir þann flokk í forsvari í ríkisstjórn landsins.

Oft var þörf en nú er nauðsyn að heimiila landsmönnum aðgöngu í þetta aldagamla atvinnukerfi okkar Íslendinga, en þeirri hinni sömu aðgöngu hefur verið hamlað af stjórnvaldsaðgerðum í formi laga er brjóta mannréttindi á þegnum landsins, því miður.

Því til viðbótar hefur þjóðhagslegum verðmætum uppbyggðum fyrir almannafé um land allt verið sóað, í formi mannvirkja og mannafla um landið þvert og endilangt undanfarna áratugi, meðan peningabraskarar hafa mergsogið fé út úr atvinnugreinninni.

Það er ekki spurning hvort þessu kerfi verður breytt heldur HVENÆR.

kv.gmaria.


mbl.is Útgerðir töpuðu á gengisvörnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband