Lagasetning og eftirfylgni.
Laugardagur, 1. nóvember 2008
Hið háa Alþingi setur lög og síðan hafa ráðherrar enn það vald að setja reglugerðir við þau hin sömu lög. Mín skoðun er sú nú sem áður að allt of lítið hefur verið að gert varðandi það að samræma nýsett lög við eldri lög og lagabálka sem gilda um sama efni sem aftur verður til þess að þar er að finna þýfðan skóg að feta gegnum við framkvæmd á hinum ýmsu sviðum.
Þessu til viðbótar bætist síðan við flóð reglugerða sem hver ráðherra hefur í hendi sinni að setja án þess að komi til umfjöllunnar á þingi, sem verður til þess að flækja enn frekar framkvæmd mála.
Þetta reglugerðarvald ráðherra myndi ég vilja sjá takmarkað verulega, ef ekki afnumið með öllu.
Það er ekki nóg að segja lög á lög ofan ár eftir ár eftir ár ef vitund löggjafarvaldsins er síðan ef til vill takmörkuð um framkvæmd þeirra hinna sömu laga í raun.
Það er til dæmis til lítils að setja háleit markmið í lög á þingi ef ekki er þá þegar hægt að uppfylla þau hin sömu skilyrði laganna, þegar þau hin sömu er samþykkt en nýsett lög um menntamál og einnig eldri lög um sama efni eru nærtækt dæmi um slíkt.
Almannatryggingalöggjöfin ásamt reglugerðum til viðbótar við fiskveiðilöggjöfina er dæmi um lagabálka sem illa eða ekki hafa þjónað tilgangi sínum vegna nær ómögulegrar framkvæmdar á köflum.
Það er engum til hagsbóta að nógu mikið sé sett af lögum á þingi , ef eftirlitsstofnanir með þeim hinum sömu lögum virka ekki og þingið er sambandslaust við eftirlitsaðilana elllegar engin ákvæði er að finna í lagasetningunni er knýja á um slíkt.
kv.gmaria.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.