Skoðanakannanir sem fullyrðingar um vilja fólks í þessu máli, nægja ekki.

Það er með ólíkindum að hlusta hér á formann Samfylkingarinnar halda því fram á Alþingi að meirihluti þjóðarinnar hafi þessa skoðun eða aðra, hér um aðild að Esb, án þess svo mikið að slíkt hafi komið til atkvæða áður til handa þjóðinni.

Jafnframt getur formaðurinn þess í ræðu sinni að ASÍ sé sömu skoðunar varðandi þessi mál, en þar var um að ræða tvö hundruð og eitthvað fulltrúa sem lagt höfðu blessun sína undir ályktun án þess að slíkt hafi verið borðið sérstaklega undir atkvæði meðal launamanna allra í félögunum mér best vitanlega.

Þvílíkt lýðræði !!!

Það kom ekki fram í ræðu formannsins að LÍÚ og Sjómannasambandið legðust gegn aðild að heyra mætti, en svo vill til að yfirráð Íslendinga yfir eigin fiskimiðum er spurning um sjálfsákvarðanarétt þjóðarinnar og sjálfstæði og engan varanlegar undanþágur okkur til handa í boði, það er vitað af þeim sem vilja vita.

kv.gmaria.

 


mbl.is Vill endurskoða ESB og Seðlabanka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband