Samfylkingin er í ríkisstjórn sömu stjórnarhátta.
Fimmtudagur, 30. október 2008
Hafi einhverjum dottið í hug að þáttaka Samfylkingar í ríkisstjórn myndi breyta einhverju um hvað varðar stefnu frá því sem fyrir var, þá mátti sjá það fyrir að svo yrði ekki.
Flokkurinn hafði samsamað sig flestu því sem Sjálfstæðisflokkurinn hafði borið á borð í sínum stjórnarháttum þar með talið kvótakerfi sjávarútvegs og áframhaldandi markaðsvæðingu alls konar án sýnilegra landamæra.
Báðir flokkar dásömuðu hina miklu útrás og alls konar ferðalagatilstand einkenndi hveitibrauðsdaga ráðherra í ráðuneytum m.a hvað varðar orkuiðnað í Asíu, ásamt ferðalögum í einkaþotum að virðist til þess að reyna að koma landinu i Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna þvert og endilangt um hnöttinn.
Í heilt ár var lítið sem ekki neitt sem ríkisstjórn þessi lét frá sér fara sem stjórnvaldstilburði varðandi efnahagsmál s.s. viðskiptahalla þjóðarinnar, skuldastöðu heimilanna, ofurlaun fjármálamógúla, ofar skilningi alls þorra almennings.
Síðan tók við fimulfamb ráðherra er töluðu sitt á hvað úr sitt hvoru ráðuneyti um sömu mál, ekki hvað síst varðandi orkunýtingu svo ekki sé minnst á Esb aðild.
Mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna gerði athugasemd við íslenska kvótakerfið sem brot á mannréttindum en ekkert hefur enn gerst til umbreytingar á því hinu sama af hálfu stjórnvalda.
Samfylkingin settist upp í þennan vagn og ber því ábyrgð af því hinu sama rétt eins og samstarfsflokkurinn.
kv.gmaria.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.