EES, frelsi án marka, orsakaði það bankahrunið ?

Getur það verið að alþjóðasamningar þeir sem Íslendingar skuldbundu sig í EES með því móti að heimila frjálst flæði fjármagns millum landa hafi gert það að verkum að umsvif bankakerfisins hér á landi gat vaxið með því móti sem varð raunin ?

Síðan þegar vandræði og kreppa á heimsmörkuðum heimsótti umhverfið þá vissi enginn hver ætti fyrstur að taka fæturna upp úr vatninu vegna óljósrar ábyrgðar þessa efnis í hinu óendanlega frelsi sem enginn vissi hver mörkin hefði.

Seinvirkar eftirlitsstofnanir, sofandi stjórnvöld með alla sína trú á embættismönnum, og kerfisfyrirkomulaginu , þar sem aldrei hafði reynt á mörk þess hins sama, líkt og slíkt ætti mönnum ekki að hafa getað verið sýnilegt.

Frelsi er ekkert frelsi, nema þess finnist mörk, því innan marka frelsisins fáum við notið þess.

kv.gmaria.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Sæl Guðrún. Góð spurning. Fjórfrelsi EES er kannski orðið okkar helsi
í dag. Alla vega sýna staðreyndirnar það í dag að við höndluðum ekki
þetta ofurfrelsi sbr fjármagnið. Og ekki bara við. Þessi alþjóðavæðing
öll var komin út í öfgar og sprakk með  kreppu-afleiðingum.  Hinn
skefjalausi kapitalismi og frjálshyggja hefu ekki bara beðið skipbrot,
heldur ekki síður hin öfgafulla alþjóðahyggja.  Hefðum kannski aldrei
átt að gera þennan EES samning heldur gert beinan viðskiptasamning við ESB á okkar forsendum eins og Sviss.
Var ætið andvígur þessum EES-samningi, og er enn í ljósi reynslunar.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 29.10.2008 kl. 21:36

2 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Bretar mega ekki reka reikninga fyrir fólk búsett utan UK og eru þó í EES og ESB

Mikilvægt er að hafa í huga þegar forsætisráðherra segir að breyta verði evrópskum reglum um banka svo þetta geti ekki endurtekið sig, að breskum bönkum er bannað að reka reikninga eins og við leyfðum Landsbankanum, þ.e. fyrir fólk búsett utan landsins í gegnum útibú bankanna, á þeim forsendum að Bretar hefðu ekki bolmagn til að tryggja innistæður íbúa annarra landa en þeirra sem eru heimilisfastir á Bretlandi. Hversu miklu fremur hefðum við ekki getað gert það sama því Bretar eins og við eru líka í EES.

Það sagði Gordon Brown þó satt og rétt að það var á ábyrgð íslenskra stjórnvalda að setja bönkunum reglur og að fylgja þeim eftir.

Helgi Jóhann Hauksson, 30.10.2008 kl. 03:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband