Þrír stjórnmálaflokkar bera meginábyrgð á íslensku stjórnkerfi eins og það er.

Sjálfstæðisflokkurinn, Samfylking og Framsóknarflokkurinn, eru stjórnmálaflokkarnir sem hér ráða og hafa ráðið ríkjum undanfarin ár og áratugi hér á landi.

Samfylkingin hoppaði upp í vagn þáttöku í ríkisstjórn við nær óbreytta stjórnarhætti við stjórn landsins að miklu leyti, hafandi dansað dans nýfrjálshyggju og trúar á hið mikla markaðssamfélag, Evrópu án þess þó að það birtist í stjórnarsáttmála um samstarf flokkanna.

Þess skal þó geta til sanngirni að Framsóknarflokkurinn hefur skipt um formann í brúnni frá stjórnarþáttöku sem boðar aðrar áherslur að vissu leyti en breytir ekki því að fyrrum formaður flokksins ber ábyrgð á því stjórnarfari sem ríkti og var skapað í hans tíð.

Aðrir stjórnmálaflokkar hafa ekki komið að landsstjórninni hér á landi, þann tíma sem hin gengdarlausa sýn á óendanlega öfgafrjálshyggju án landamæra hefur verið fyrir hendi, þar sem óveiddur fiskur úr sjó varð að veðsetningu í fjármálafyrirtækjum.

kv.gmaria.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband