BURT með framsalið úr lögum um stjórn fiskveiða, eins og skot.

Upphaf og endir hinna séríslensku efnahagsþrenginga, er það atriði sem setti íslenskt þjóðfélag á annan endann, kvótaframsalið, og þeir loftbólupeningar sem komu inn í íslenskt hagkerfi, ásamt gífurlegri verðmætasóun á sama tíma sem framsal þetta orsakaði.

Það var ekki aðeins að heilu sjávarþorpin yrðu gerð atvinnu eignalaus á einni nóttu, við sölu kvóta úr byggðalögunum,  heldur einnig fjármunum skattgreiðenda til samgangna, skóla og heilbrigðiskerfis á stöðunum hent á bálið.

Til að bæta gráu ofan á svart hófu bankar að taka veð í óveiddum fiski úr sjó, ( kvóta ) en þvílík og önnur eins endaleysa og áhættufjármögnun þekkist örugglega ekki nokkurs staðar annars staðar á byggðu bóli.

Þessi fjármálaformúla undir formerkjum hagræðingar í sjávarútvegi var upphafi að starfssemi hlutabréfamarkaðar hér á landi, þar sem Hrunadansleikurinn hófst.

Réttlætiskennd þjóðarinnar var misboðið með þeim aðferðum sem þarna voru viðhafðar og hálfum áratug síðar eftir mestu stjórnvaldsmistök alla síðustu öld við lögleiðingu framsals, var stofnaður stjórnmálaflokkur  Frjálslyndi flokkurinn , sem sérstaklega hefur beint sjónum sínum að þessu óréttæti gegn þjóðinni. Aðrir flokkar hafa sofið á verðinum því, miður og sleppt því að láta sig málið varða, ellegar borið ábyrgð á skipulaginu.

Eftir hrun fjármálakerfis hér á landi þarf að ráðast að rótum vandans og breyta því sem þarf að breyta svo sömu mistök endurtaki sig ekki, eins og skot.

kv.gmaria.

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Thee

Hurru ef þú reddar kvótanum þá skal ég kjós F.

Thee, 26.10.2008 kl. 02:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband