Sendum bænir um von fyrir fólk sem þjáist í veröldinni.

Hvers konar styrjaldarátök manna í millum, illindi og erjur í veröldinni verða sjaldnast til þess að eitthvað þróist fram á veg, heldur leiðir slíkt fram hörmung og þjáningar eins og hjá fólkinu í Kongó.

Augu heimsins beinast því miður illa eða ekki að þeim svæðum í veröldinni þar sem fátækt er hvað mest og framþróun hefur lítt komið við sögu efnahagslega.

Þetta ættu Íslendingar að vita manna best, þjóð sem lengst af barðist á banaspjótum og hoppaði úr torfkofum til hásala.

Hvaðeina sem við erum umkomin að gera til aðstoðar, í þessu efni, það eigum við að leggja af mörkum.

kv.gmaria.


mbl.is Um 200.000 manns heimilislaus í Lýðveldinu Kongó
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl Guðrún María.

Ég er innilega sammála þér.

Kærleikskveðja

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 25.10.2008 kl. 04:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband