Þarf ekki að kalla stjórnarandstöðuflokkanna að ákvarðanatöku um mál öll ?

Þau verkefni sem stjórnvöld í landinu hafa fyrir höndum eru með því móti að þau hin sömu verða ekki unnin nema með samstöðu að ég tel.

Það hlýtur að vera krafa almennings að þar komi allir flokkar með kjörna fulltrúa almennings í landinu að þeim málum svo mest sem verða má.

Þó ekki væri nema til að reyna að tryggja einurð um ákvarðanir framundan, sem sannarlega mun þurfa á að halda.

Það þarf og verður að ríkja sátt um aðgerðir og samninga um lántöku á hendur þjóðarbúinu.

Það þarf og verður að koma i veg fyrir það að íslensk fyrirtæki og atvinnulíf í landinu lamist.

Það þarf og verður að tryggja það að úrlausnir allar byggi á lærdómi af mistökum sem gerð hafa verið.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband