Hin pólítísku samskipti og skilningur og misskilningur.

Það var fróðlegt að fá að sjá viðtal millum fjármálaráðherra Íslands og Bretlands, frá orði til orðs, en enn vantar upplýsingar um bréfaskipti millum landanna varðandi þau atriði.

Eigi að síður verður það vandséð að Bretar geti staðið á þeim aðgerðum sem þeir hinir sömu framkvæmdu einungis á forsendum þessara símtalssamskipta millum tveggja ráðamanna í síma.

Eitt er hins vegar ljóst að hvorki Íslendingar né Bretar höfðu brugðist nægilega fljótt við hvað varðar það atriði að tryggja lágmarksgrundvöll fjármálastarfssemi er varðaði þegna landanna beggja.

Það er áfellisdómur yfir regluverki sem og samstarfi þjóða í milllum, sem sitjandi stjórnvöld í hverju landi eiga að hafa á hreinu.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband