Hver einasta ríkisstjórn ber ábyrgð stjórnarathafna á hverjum tíma.

Hafi menn ekki gert sér grein fyrir þvi hvað það þýddi að bankarnir stækkuðu svo og svo mikið umfram þjóðarframleiðslu, hvað varðar það atriði að íslenska ríkið kynni mögulega að þurfa að axla ábyrgð starfsseminnar, þá er það vægast sagt miður.

Hafi menn heldur ekki gert sér grein fyrir því hvað það þýddi að vera hluti af alþjóðlegu umhverfi fjármálastarfssemi varðandi það atriði hver bæri ábyrgð á hverju, hvar og hvenær, hvað varðar mörk á millum landa, í þessu efni, þá er það sannarlega miður.

Það skyldi þó aldrei vera að almenningur á Vesturlöndum súpi nú seyðið af því að vitneskja stjórnmálamanna við stjórnvölinn um starfssemi hins leyfilega regluverks sem þeir hinir sömu hafa soðið saman, sé lítil sem enginn þegar á hólminn er komið og á reynir ,og regluverkið eitthvað sem allendis ekki virkar.

Með öðrum orðum handónýt aðferðafræði.

kv.gmaria.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband