Stjórnarhættir undanfarna áratugi hér á landi.

Tilraunir stjórnvalda til " markaðsvæðingar " hér á landi voru frá upphafi eitthvað sem eðli máls samkvæmt mátti setja spurningamerki við, einungis vegna þess að við erum aðeins rúmlega 300 þúsund að höfðatölu.

Því til viðbótar var skipulag það og uppskrift sú sem var notuð  og er að finna  í fiskveiðistjórnun og landbúnaði hvað varðar kvóta, mun nær stjórnaraðferðum í anda verksmiðjubúskapar kommúnismans en tengja megi slíkt við frelsi eða kaptítalsisma, og svo virðist sem hugmyndafrræðingarnir geri sér ekki grein fyrir því ennþá.

Stjórnvaldsoffar í formi lagasetningar þar sem sumum umfram aðra var leyft að ástunda atvinnu, að teknu viðmiði þriggja ára aðkomu á ákveðnu árabili, að til dæmis veiðum á fiski eru fáheyrð vinnubrögð í vestrænum samfélugum að ég tel.

Fyrirtækjunum púttað á hinn nýstofnaða hlutabréfamarkað um stund og landsmönnum talin trú um að þeir væru allir þáttakendur í fiskveiðum enda lifeyrissjóðir þá á þeim tíma fjárfest hægri vinstri í fyrirtækjunum.

Það klingdi ekki einu sinni viðvörunarbjöllum þegar fyrsti útgerðarmaðurinn seldi frá sér kvóta, út úr atvinnugreinninni, líkt og ekkert væri sjálfsagðara en að hagnast á veiðiréttinum að Íslandsmiðum með því móti sem þar fór fram.

Enn þann dag í dag er þetta kerfi talið í lagi eins furðulegt og það nú má vera, þ.e. kvótakerfi sjávarútvegs og engin endurskoðun farið fram á því hinu sama.

Þetta átti að vera " hagræðing " líkt og í landbúnaði þar sem allri framleiðslu var hrúgað saman í nógu stíóra verksmiðjueiningar með tilheyrandi tapi starfa í atvinnugreinum, algjörlega á skjön við frelsi einstaklinga til aðkomu til atvinnu.

endurskoðun aðferðarfræði undanfarinna áratuga er án efa fyrir dyrum.

kv.gmaria.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband