Fjölmiðlar fjarri sannleikanum um íslenskt þjóðfélag undanfarinna ára ?
Miðvikudagur, 22. október 2008
Að horfa á þætti dag eftir dag núna þar sem allra handa sérfræðingar eru dregnir fram í dagsljósið til þess að fjalla um til dæmis reiði vegna þess ástands sem nú er uppi, er nokkuð sérstakt í ljósi þess til dæmis að landsbyggðin hefur undanfarna tvo áratugi mátt upplifa afar margt af því sem nú er að gerast á landsvísu í formi samdráttar og allt að því eignaupptöku.
Atvinnuleysis sem meira og minna má rekja til stjórnkerfisbreytinga í gömlu atvinnuvegakerfunum sjávarútvegi og landbúnaði þar sem ekkert hefur verið að gert til að sporna við þeirri þróun sem þar hefur átt sér stað.
Það skyldi þó aldrei vera að hluti fjölmiðlamanna hafi verið afar upptekinn við það að baða síg í frásögnum af hinum gegndarlausu gróðatækifærum lítils hluta landsmanna, og vísitölum á hlutabréfamarkaði meðan landið fór á hvolf.
Meðan allt lék í lyndi í fjármálalífinu og hinni miklu útrás virtist umhverfi fjölmiðla ekki eygja mikla sýn á misskiptingu lífsgæða þjóðarinnar, meðal annars hvað varðar aðkomu að atvinnutækifærum í sjávarútvegi, því miður.
Við skulum vona að eignarhaldið hafi þar ekki ráðið ferð því ef svo er þá hljóta menn nú í dag að hafa aðra sýn á nauðsyn lagasetningar þeirra sem fyrirhuguð var og var stöðvuð með inngripi forsetans.
kv.gmaria.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.