Leiðrétta þarf mestu efnahagsmistök þjóðarinnar alla síðustu öld, í kvótakerfi sjávarútvegs.

Arðbær sjávarútvegur mun aldrei byggja afkomu á peningabraskkerfi, með sölu og leigu millum manna á óveiddum fiski úr sjó.  Ekki óveiddum.....Hvað þá það atriði að slíkt hafi einhvern tímann yfir höfuð átt að vera tekið sem gilt veð í fjármálastofnunum hér á landi.

Sú hin sama lagasetning á Alþingi Íslendinga sem heimilaði þessa brasksstarfssemi, í lögin um fiskveiðistjórn, og ALLIR kjörnir flokkar á Alþingi Íslendinga hafa þagað þunnu hljóði um í áratugi að undanskildum Frjálslynda flokknum, eru mestu efnahagsmistök sem ein þjóð hefur upplifað á skömmum tíma.

Brenglað verðmætamat gegnsýrði þjóðfélagið þar sem menn gátu allt í einu selt frá sér heimildir til þess að veiða fisk fyrir ofurfjárhæðir og horfið út úr atvinnugreinninni og skilið eftir sig sviðna jörð verðmæta um allt land í formi uppbyggrða verðmæta fyrir almannafé sem uppbyggð höfðu verið áratugum saman.

Það hlaut að koma að skuldadögum þessarar fyrirfram gjaldþrota stefnu til handa einu þjóðarbúi og í dag stöndum við uppi með stórskuldug útgerðarfyrirtæki sem fengið höfðu veð í bönkum fyrir óveiddum fiski úr sjó, meðan landsbyggðin hefur meira og minna verið rúin aðkomu að lifsbjörginni til atvinnu í formi kvaða og hafta stórfurðulegra offarslaga um fiskveiðar hér á landi.

Fjölmiðlar hafa brugðist upplýsingahlutverki sínu um annmarka þessarar stefnu fyrir íslenskt þjóðfélag nær alveg og fyrrum sjávarútvegsráðherra er átti einn meginþátt í lagasetningunni ritstjóri Fréttablaðsins svo eitt dæmi sé tekið.

þarna er upphaf og endir þeirrar ofþenslu í íslensku fjármálakerfi er menn urðu að aurum apar.

kv.gmaria. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Mikið rétt Gmaría.  Við verðum að fá endurskoðun á fiskveiðistjórnunarkerfinu og það strax.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.10.2008 kl. 11:53

2 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

Auðvitað á að endurskoða þessa fiskveiðistjórnunarstefnu fljótt, ég sé líka eftir öllum þeim störfum um allt land sem ég tel að hafi verið "rökkuð" niður í svaðið og gerð lágkúruleg sem og að láglaunastörfum á mannvondann hátt af þeim sem leiddu fiskstjónunarútrásina og eru þar fremstir í flokki þeir sem kvótinn var gefinn, þeir fitna eins og púkinn á fjósbitanum

Jón Snæbjörnsson, 20.10.2008 kl. 21:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband