Samstaða íslenzkra stjórnmálamanna allra flokka er nauðsyn nú.

Það er hreinlega vanvirða við almenning í landinu að hver og einn einasti stjórnmálamaður sem kjörinn hefur verið til Alþingis Íslendinga axli ekki sína ábyrgð hvað varðar það atriði að reyna að vinna að málum öllum með samstöðu svo mest sem verða má.

Innan vébanda sinna flokka sem utan.

Við getum vel sýnt það Íslendingar að við séum þess umkomnir að standa saman til þess að vinna okkur út úr erfiðleikum og við eigum að gera það með þvi að stilla saman strengi þannig að Alþingi sé sem einn maður til þess að vinna vinnu út úr þeim vanda sem við blasir.

Síðar getum við lagst í endurskoðun þess sem úrskeiðis fór og ég og margir aðrir, hafa ritað og  rætt um í áraraðir.

Með öðrum orðum stjórnmálaflokkar hverju nafni sem þeir nefnast geta sameinað krafta í erfiðleikum er að steðja og til þess hafa þeir fengið kjörna fultrúa á Alþingi Íslendinga hver og einn.

Flokkshagsmunapot og hanaat skyldi til hliðar lagt í bili hvers eðlis sem er, hvar sem er.

Samstaða er allt sem þarf til framtíðar í okkar landi.

kv.gmaria.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón H Finnbogason

Sæl frænka mér hefur fundist að allir flokkar hafi viljað starfa saman að því að endurreisa það sem hrunið hefur og líka traustið sem umheimurinn virðist ekki hafa á okkur það virðist samt að formaður framsóknarflokksins þvælist soltið fyrir.Ég mundi telja að allir flokkar þurfi að koma að því að endurnýja stjórn og bankastjóra Seðlabankans og fá fagmentað fólk í bankastjórn og stjóra.

Guðjón H Finnbogason, 19.10.2008 kl. 20:50

2 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Sæl Guðrún.

Auðvitað er þjóðarsamstaða bráðnauðsynleg við þessar aðstæður. Hins vegar óttast ég að hinn óþjóðlegi flokkur, Samfylkingin, muni
sundra þeirri samstöðu með þvi að krefjast ESB-aðildar. Því þá fyrst
yrði mikil pólitísk ólga í samfélaginu sem gæti endað með ósköpum.
Sjáum hvað er að gerast í Framsókn í dag sbr blogg mitt.  Þeim virðisyt einskyns svífast þessum ESB-sinnum.  Ef þið standið nú saman í Frjálslyndaflokknum um hin þjóðlegu gildi hefðu þið mikla
möguleika ef til kosninga kemur í vetur eins og Björn Bjarnason
útilokar ekki.  - Aldrei að vita hvað maður gerir þá !

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 19.10.2008 kl. 20:59

3 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sælir.

Guðjón, fyrir löngu hefði mátt verið búið að breyta um aðferðir varðandi pólítiskar ráðningar í Seðlabanka, og ef Samfylkingin vildi breyta þar um þá átti hún að gera það áður en hún settist við stjórn landsins.

Guðmundur.

Það er engin hætta á öðru en andstæðingar Evrópusambandsaðildar í Frjálslynda flokknum standi saman. Flokkurinn hefur ekki enn mótað stefnu um annað en að standa utan þessa bandalags, að svo komnu máli.

Við ræðum hins vegar þessi mál.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 20.10.2008 kl. 01:03

4 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

fylgi þér hér Guðrún

Jón Snæbjörnsson, 20.10.2008 kl. 16:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband