Vel sóttur súpufundur Landssambands kvenna í Frjálslynda flokknum í dag.

Til okkar komu sem gestafyrirlesarar í dag þeir Skúli Thoroddssen og Jón Baldvin Hannibalsson, til þess að fjalla um Evrópumálin. Skúli útskýrði í sínu erindi strúktur og ákvarðanaferli sambandsþjóða til dæmis um fiskveiðimál. Jón Baldvín fór víðar yfir sviðið og kom inn á efnahagsmálin í dag, framboðið til Öryggisráðsins og fleira.

Fundarmenn voru duglegir að spyrja fyrirlesara og dróst fundurinn á langinn.

Set inn nokkrar myndir af fundinum.

R0010691.JPG

Skúli með sína framsögu.

R0010695.JPG

Jón Baldvin með sína framsögu.

 

R0010698.JPG

Fundarmenn.

R0010688.JPG

Gyða að bera fram súpu.

R0010699.JPG

Fundarmenn og súpumeistari dagsins varaþingmaðurinn Þórunn Kolbeins, lengst til hægri á myndinni.

Fínn fundur.

kv.gmaria.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgerður Jóna Flosadóttir

Sæl mín kæra Guðrún María, fundurinn var sannkallaður toppfundur, hvert sæti skipað og færri komust að en vildu.  Ræðumenn dagsins voru fyrsta flokks og voru erindi þeirra mjög svo  fræðandi.  Næsti fundur um Evrópumálin verður fljótlega á vegum okkar kvenanna að venju í Landssambandi kvenna Frjálslynda flokknum.  Síðan má benda fólki á að fljótlega verður sagt frá jólahlaðborði flokksins í ár, en sá fagnaður tókst með afbrigðum vel  fyrir ári síðan.

Ásgerður Jóna Flosadóttir, 19.10.2008 kl. 00:44

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæl Ásgerður .

Já sannarlega, og afar ánægjulegt í alla staði, virkilega gaman að fá svo góða fundasókn.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 19.10.2008 kl. 00:56

3 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Sæl Guðrún. ég komst því miður ekki á fundinn sem mér þótti miður þar sem ég er félagi í landsambandi kvenna í Frjálslyndaflokknum eftri að þú bauðst mér í Landsambandið á vefsíðu Ásgarðar Jónu síðasta sumar,boði sem ég þáði, með þeim orðum að ég þakkaði gott boð.Hittt þykir mér miður eftir atburði síðustu vikna,að þið skulið hafa lent í höndum Jóns Baldvins,þess flagara, sem ber mesta ábygð á þeim hrunadansi sem staðið hefur yfir síðastliðin ár með því að búa til fyrirbærið EES, og nú ætlar hann að halda áfram, og troða okkur inn í ESB.Þið eruð reyndar ekki eina kvenfólkið sem fallið hefur fyrir þessum manni og fagurgala hans og vel greiddu hári.Vonandi opnast augu ykkar, ég trúi ekki öðru.Ég mun reyna að mæta betur en ég hef gert sem félagi í Landsambandi kvenna í Frjálslyndaflokknum.Kv.

Sigurgeir Jónsson, 19.10.2008 kl. 15:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband