Skipbrot alþjóðahyggju um hinn frjálsa fjármagnsmarkað.
Föstudagur, 17. október 2008
Skortur á mörkum í viðskiptum til handa fyrirtækjum á fjármagnsmarkaði er áfellsisdómur til handa stjórnvöldum í vestrænum samfélögum nú um stundir að mínu víti, ekki einungis hér á landi heldur víðar.
Því miður virðist svo sem að því meira sem frelsi hefur verið aukið því fjær hefur vitund stjórnmálamanna um stöðu mála aukist.
Þannig á það allsendis ekki að vera, því á hverjum tíma skyldi hver einn og einasti ráðamaður gera sér grein fyrir því hvert stefna stjórnvalda í hverju landi fyrir sig, kann að leiða af sér fyrir þjóðir og skattgreiðendur innan þjóðríkja.
Meðan velsæld ríkir sækir almenningur ef til vill ekki nægilega mikið eftir ábyrgð þeirra hinna sömu er sitja við stjórnvölinn, en við tíma sem við nú erum að upplífa kann slíkt að breytast.
Skattkerfið er efnahagslegt stjórntæki innan hvers einasta þjóðríkis er hefur sjálfstæði og það stjórntæki hafa stjórnvöld hér á landi til dæmis ekki nýtt til hagsbóta landi og þjóð sem heitið geti í langan tíma og skuldasöfnun almennings í bönkum er tilkomin vegna ofurskatta á þá hina sömu meira og minna meðan fjármagnseigendur og fyrirtæki hafa lotið mun lægri skattprósentu þar að lútandi.
Það atriði að heimila fjármálastofnunum er seldar voru úr ríkiseigu, notkun verðtryggingarákvæða laga um útlán, var ávísun á endalausar vixlverkanir vísitölutenginga og í raun óútfylltur víxill á verðbólgu.
Nóg um það en hvers konar reynsla af óförum hvers konar skyldi ætíð til þess draga lærdóm af við framtíðarúrlausnir hjá okkur Íslendingum sem öðrum þjóðum.
Gamla máltækið að " sníða sér stakk eftir vexti " á vel við í því sambandi.
kv.gmaria.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 02:37 | Facebook
Athugasemdir
Sæl Guðrún. Hinn alþjóðlegi kapitalismi hefur beðið skipbrot. Líka sú
taumlausa alþjóðavæðisgrægi sem honum fylgdi. Jú, hin öfgakennda
alþjóðahyggja hlýtur að þurfa á áfallahjálp að halda. Ný viðhorf og
önnur gildi hljóta nú að koma til. Þ.á.m þau þjóðlegu.
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 17.10.2008 kl. 20:45
Heimurinn er eitt land.Gömlu heimsveldin í Evrópu og uppalningur þeirra í N-Ameríku hafa ekki áttað sig á því ennþá.Þau halda en að þeirra sé ríkið, og öll önnur lönd séu í raun nýlendur, sem þau geti arðrænt og kúgað.Róm féll á eigin bragði og óskapnaði.London mun gera það líka.
Sigurgeir Jónsson, 17.10.2008 kl. 22:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.