Frumskógarlögmál peningahyggjunnar verða til , þegar frelsisins finnast ei mörk.

Hvað skyldu margir stjórnmálamenn hér á landi hafa rætt mikið og ritað um hið dásamlega þjóðfélag sem fært var inn í frjálshyggjuformúlur á undanförnum árum og áratugum ?

Formúlur sem hér á landi hvað innanlandsstjórnkerfi varðar voru nú aldeilis ekki endilega formúlur sem í raun byggja á frelsi einstaklingsins, heldur þvert á móti frelsi fárra útvaldra til aðkomu að atvinnu í einu landi.

Skipulag mála í fiskveiðistjórnunarkerfinu var og hefur verið frá upphafi með því móti að nú á þessu ári vorum við Íslendingar að fá skömm í hattinn frá Mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna varðandi hömlur á aðgang manna að því að fá að veiða fisk á Íslandi.

Þvílík og önnur eins hneisa að fiskveiðiþjóðin mikla skuli ekki hafa getað skipað málum með því móti að hafa jafnræði manna að einni elstu aðalatvinnugrein þjóðarinnar frá aldaöðli.

Upphaflegar úthlutunarreglur sem aldrei fengust endurskoðaðar og miðast enn við þriggja ára veiðireynslu aðila í útgerð á árunum um 1980, eru kapítuli út af fyrir sig.

Síðari breytingar á lögum um fiskveiðistjórn um það bil áratug síðar, er heimiluðu framsal og leigu aflaheimilda millum útgerðaraðila KVÓTABRASK, var ekki aðeins upphaf þess loftbóluævintýris sem nú hefur á enda runnið í íslensku viðskiptalífi, heldur einnig mestu stjórnmálalegu mistök Alþingis við lagasetningu alla síðustu öld.

Hámark heimskunnar að ég vil segja var veðsetning fjármálastofnanna hér á landi á óveiddum fiski úr sjó, með öllum þeim áhættuþáttum sem þar var og er enn að finna svo sem veðri og vindum, og fiskisgengd og stærð stofna á hverjum tíma.

Enn árið 2008 hafa stjórnvöld ekki komist að borðinu til þess að endurskoða nokkurn skapaðan hlut í þessu stórvitlausa fiskveiðistjórnunarkerfi sem ekki þjónar landsmönnum, né viðheldur byggð í landinu né viðheldur verðmesta fiskistofninum þorski samkvæmt ráðgjöf sérfræðiaðila.

Skuldsett sjávarútvegsfyrirtæki sem fjárfest hafa í tólum og tækjum allra handa í þessu umhverfi hafa ekki hámarkað gróða landsmanna nú um stundir að ég tel og hagræðingin farin fyrir lítið.

Á sama tíma og hluti sjómanna fær ekki að veiða fisk á Íslandsmiðum í flóum og fjörðum í smærri útgerðareiningum vegna skipulags sem stjórnvöld hafa ekki getað endurskoðað , íslensku þjóðinni  í heild til hagsbóta. 

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband