Hafa íslenzkir hagfræðingar verið sammála ?

Fátt er meira til þess fallið að rugla almenning í ríminu en það atriði að hlýða á einn postula með hagfræðimenntun upp á vasann segja frá sínu sjónarhorni, sem síðan skarast á við það sem annar postuli kemur með næsta dag, og síðan koma kanski nokkrir aðrir til viðbótar sem allir vita hvað á að gera en engum ber saman.

Afnám verðtryggingar ?

Hafa menn  til dæmis verið sammála um það atriði ?

Hef ekki orðið vör við það og stundum dettur mér það í hug að pólítikin hafi ef til vill smeygt sér inn í fræðiformúlúrnar af og til einkum og sér í lagi þegar menn tilheyra fylkingum annað hvort stjórnar eða stjórnarandstöðu í landinu.

Það nýjasta er að breskir hagfræðingar höfðu samið skýrslu fyrir einkabankann Landsbanka ekki stjórnvöld  en eigi að síður,  kynnt hér á landi og nú hefur sú hin sama skýrsla verið dregin fram sem án efa hentar Bretum ágætlega um þessar mundir sem þjóð.

Án efa hefur ótölulegur fjöldi af slíkum skýrslum verið aðkeyptur af hálfu starfandi fjármálastofnanna, fyrir hið mikla hrun á fjármálamarkaði.

kv.gmaria.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband