Um daginn og veginn.
Mánudagur, 13. október 2008
Það er svo sem allt að því , að æra óstöðugan að ræða efnahagsástandið nú um stundir ,því enn sem komið er vitum við lítið hvert stefnir í því efni.
Eitt er þó víst að við landsmenn megum þurfa að gjöra svo vel að taka því sem að höndum ber, líkt og fyrri daginn.
Hluti landsmanna hefur ekki orðið var við neitt góðæri hér á landi í nokkuð langan tíma, þótt þeim hinum sömu hafi verið talin trú um að slíkt árferði ríkti.
Þvert á móti hefur sennilega sjaldan ríkt hér eins mikil stéttskipting launalega og undanfarinn hálfan annan áratug. Stéttskipting sem hvorki stjórnmálamenn né verkalýðsforkólfar hafa áorkað að umbreyta, því miður.
Oftar en ekki hefur manni fundist að verkalýðshreyfingin væri undir sömu sæng og vinnuveitendur ellegar eins og stjórnmálaflokkur við stjórn landsins á báðum stjórnsýslustigum.
Hagsmunavarsla, tilgangur og hlutverk á reiki gagnvart launamanninum.
Nægir þar að nefna þróun skattleysismarka og aftengingu þeirra frá verðlagsþróun í landinu, sem er og verður hneisa í söguskoðun mála.
Um tíma dásömuðu menn stöðugleikann sem hina heilögu kú, og allir skyldu taka á sig svo og svo litlar launahækkanir til þess að tryggja stöðugleikann sem jafnóðum var farinn út um gluggann áður en blekið þornaði á undirskrift kjarasamninga.
Verðtryggingin dansaði striðsdansinn á markaðsdansleiknum, hvað annað það áttu menn að geta séð í upphafi en sáu auðvitað ekki við upphaf einkavæðingarævintýramennskunnar.
Hljómsveitin Hagræðing spilaði undir.
kv.gmaria.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sæl Guðrún.
Held að heimurinn allur fari nú í gegnum mikla hreinsun og endurmats
á ýmsum grunngildum. Einum dansi mun verulega draga úr hér á
Íslandi, sem betur fer. Dansinum kringum gullkálfinn. Gullkálfinum,
sem reyndist svo eftir allt saman enginn gullkálfur. Heldur miklu
fremur vindlaus strumpur. - Bóla, sem sprakk!
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 13.10.2008 kl. 20:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.