Íslendingar dragi framboð sitt til Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna til baka.

Við þá atburðarás sem orðið hefur í fjarmálalífi þjóðarinnar síðustu viku, ætti það að vera eðilegt að stjórnvöld í landinu hættu við framboð til Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna þó ekki væri nema til þess að sjá sóma sinn í þvi að forða kostnaði við það hið sama á komandi árum.

En viti menn kemur ekki einn sendiherra fram að presentera það hið sama framboð  í íslenskum fjölmiðlum , við þessar aðstæður likt og ekkert hafi í skorist.

Hafi einhvern tímann verið tími til sýna ábyrgð þá er það núna.

kv.gmaria.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sæl GMaría. Ég varð hugsi yfir orðum Svavars Gestssonar ég verð að viðurkenna það. Erum við búin að setja svo mikla peninga í þetta að ekki er hægt að hætta við? Það er stutt í kosningarnar (föstudaginn næsta ) og best að láta bara hafna okkur, þar sem við getum ekki stjórnað okkar málum betur en raun er, getur varla verið að nokkur vilji að við tökum þátt í stjórnun heimsins. kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 12.10.2008 kl. 09:15

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sammála þer G.María mér finnst skömm að þessu brölti okkar

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.10.2008 kl. 11:04

3 identicon

Sammála.

 Og auk þess finnst mér að kjósendur eigi að fá fulla vitneskju um hversu hár reikningurinn er þegar orðinn af framboðs bröltinu, auk allra bitlinga sem hafa verið gefnir til að liðka fyrir atkvæðum. Svo sem fjárstuðningur til Palestínu og fl.

Almenningur er búinn að fá sig full saddan af pólitíkusum sem fara með almanna fé, sem þeirra eigið væri, og engin ábyrgð öxluð nokkur staðar. Nú er kominn tími fyrir gegnsæi og heiðarleika í pólitík, því ekkert traust er til lengur. Þeir hafa langflestir brugðist stórlega.

Arnór Valdimarsson (IP-tala skráð) 12.10.2008 kl. 13:20

4 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

Ég get ekki ímyndað mér að Ísland muni vinna þessa kosningu núna og það hefur heldur ekki ráð á því lengur að sinna svona ábyrgðarmiklu hlutverki. hins vegar er kannski eitthvað að því að draga framboðið til baka, sérstaklega núna. það gæti hins vegar farið svo að ef Rússar lána Íslandi þá verði það gert, það er sennilega rétti tíminn. það sjá allir.

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 12.10.2008 kl. 17:58

5 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

hjartanlega sammála þér Guðrún

Jón Snæbjörnsson, 12.10.2008 kl. 18:25

6 Smámynd: Jóhann Elíasson

Sá peningur sem við höfum þegar sett í þetta framboð er nú bara "tittlingaskítur" miðað við það sem á eftir að verða ef við höldum þessari vitleysu til streitu.  Það er ekki nokkur spurning að það yrði affarasælast fyrir land og þjóð að hætta við þetta kjaftæði sem framboðið til Öryggisráðsins er.  Ég man ekki betur en að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hafi gagnrýnt fyrirhugað framboð til Öryggisráðsins harðlega þegar hún var í stjórnarandstöðu en nú er hún "harðasti" talsmaður þess.

Jóhann Elíasson, 12.10.2008 kl. 21:28

7 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Ég er sammála GMaría.

Sigurjón Þórðarson, 12.10.2008 kl. 21:28

8 Smámynd: Guðjón H Finnbogason

Er alveg sammála þér frænka.

Guðjón H Finnbogason, 12.10.2008 kl. 22:57

9 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæl öll, takk fyrir.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 13.10.2008 kl. 00:49

10 identicon

Sæl Guðrún.

Frá byrjun hef ég alltaf litið á þetta sem glapræði og sýndarmennsku ,síðan segja Geir og  Ingibjörg að við séum að þessu fyrir Norðurlöndin.!

Ekki hálf brú í þessu,og að halda þessu til streytu ?

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 13.10.2008 kl. 01:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband