Viðræður við Alþjóða gjaldeyrissjóðinn, næsta skref stjórnvalda ?

Að öllum líkindum munu Íslendingar hefja viðræður við Alþjóða gjaldeyrissjóðinn um aðkomu að fjármálaumhverfi hér á landi ef marka má fréttir Ríkisútvarpsins þess efnis.

Það mun koma í ljós hverju þær hinar sömu viðræður munu skila í formi þess hvaða skilyrði sjóðurinn kann að setja okkur við aðkomu mála hér á landi.

Eftir flumbrugang breska forsætisráðherrans í garð okkar Íslendinga og affalla í kjölfar þess sem ella hefðu ef til vill ekki þurft að koma til sögu með þvi móti sem nú er orðið, er aðkoma IMF sennilega það sem okkur mun koma til góða til lengri og skemmri tíma svo fremi þau skilyrði sem sjóðurinn setur séu aðgengileg í ljósi stöðu okkar.

Óska mönnum góðs gengis við þau hin sömu verkefni.

kv.gmaria.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband