Rót vandamála íslensks fjármálalífs liggur í heimild , til þess að veðsetja óveiddan þorsk úr sjó.

Mestu stjórnmálalegu mistök allrar síðustu aldar hér á landi var lögleiðing framsalsheimilda millum útgerðarfyrirtækja sem leiddi það af sér að fjármálastofnanir hófu að taka veð í óveiddum fiski úr sjó.

Mér hefur verið það algjörlega óskiljanlegt hvernig sá gjörningur gat átt sér stað þ.e. að fjármálastofnanir tækju veð í veiðiheimildum öðru nafni kvóta.

Að mínu viti var þetta upphaf óheilbrigðra markaðsaðferða í íslensku viðskiptalífi sem litað hefur nokkuð eftirleikinn.

kv.gmaria.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Sæl Guðrún, segir það ekki allt um það hverjir stjórna landinu? Að minnsta kosti eru það ekki pólitíkusar sem ráða för, ég er sammála þér með veðsetninguna á kvóta, allgert bull. Kær kveðja frá Eyjum.

Helgi Þór Gunnarsson, 6.10.2008 kl. 01:12

2 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Þeir veðsettu þjóðarsálina, svo reyndist ekki innistæða fyrir þessu, allir meira og minna ofmetnir :), en Iss það reddast :)

Ester Sveinbjarnardóttir, 6.10.2008 kl. 23:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband