Innganga í Evrópusambandið verður ekki borið á borð fyrir þjóðina við þessar aðstæður.

Ég ætla rétt að vona það að menn leyfi sér það ekki að gera tilraun til þess að nefna Evrópusambandsaðild sem hluta af einhverjum meintum björgunarpakka nú um stundir.

Samtök Atvinnulífsins og fleiri aðilar er fundað hafa með stjórnvöldum í dag , hafa vissulega haft uppi hugmyndir um það hið sama áður en sú aðstaða sem við nú erum í skall yfir af fullum þunga, en ég trúi því ekki fyrr en ég tek á að sitjandi ríkisstjórn í landinu kunni að bera slíkt á borð fyrir þjóðina.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband