Við eigum aðeins einn líkama.

Þú átt aðeins einn líkama sagði læknirinn minn við mig í vor sem leið þegar ég fór til hans og fékk þá greiningu að olnboginn væri álíka því og ég hefið ofreynt mig í tennis, sem ég hefi nú ekki gert.

Nú á þriðjudag sem leið gat ég ekki staðið upp úr rúminu því bakið sagði nei, og þursabit rétt einu sinni enn í heimsókn á mínum bæ, eins hundleiðinlegt og það nú er.

Ekki liggja alveg, vera á róli er ráðið og maður ráfar um íbúðina sest niður og getur ekki staðið upp sitt á hvað.

Því miður er það svo að oft hefur maður hamast of mikið og verið að lyfta og lyfta einhverju sem maður ætti ekki að lyfta eða bera þegar maður er með þekkt bakvandræði. 

Hamagangurinn verðlaunar sig ekki og eins og læknirinn sagði við mig réttilega, þá eigum við aðeins einn líkama og það er eins gott að hugsa um það í tíma.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband