Nú blása þarf bjartsýnisanda í brjóst....

Hvers konar ástand verður ekkert betra með því að tala um hvað það er slæmt svo mikið er vist, það er gömul og ný saga.

Einblýni fjölmiðla á fjármálamarkaðinn hefur ekki minnkað undanfarið en það má segja að lengi hafi sú hin sama einblýni verið nægileg, með stöðugum fréttum um gengi hlutabréfa og úrvalsvístölur allra handa.

Óhjákvæmilega hafa manni dottið í hug gömu öfugmælavísurnar undanfarið en þessar línur man ég úr þeim kvæðabálki...

" Séð hef ég köttinn syngja á bók,

   selinn spinna hör í rokk.

   Skötuna elta skinn í brók,

   skúminn prjóna smábarnssokk. "

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Sammála: Þessar virðisþulur hlutabréfa sem í raun eru ekkert annað en lýsing á spennuástandi spilafíkla þann og þann daginn eru orðnar þjóðarplága. Þessi andskoti þokar sér inn í vitund fólks og virðist hafa verið búinn að taka sér sæti við hliðina á veðurspánum sem byggja þó á raunveruleika nokkuð traustra vísinda.-Óhugnanlegur heilaþvottur af rót trúarbragða markaðshyggjufólks.

Markaðshyggja er afmörkuð hagfræðikenning- ein af mörgum- en getur ekki orðið algild hagspeki.

Árni Gunnarsson, 4.10.2008 kl. 01:36

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Árni.

Ég hefi oft rætt um markaðshyggjuþokumóðuna hér á landi sem grúft hefur yfir voru þjóðfélagi nú í áratugi, en ef til vill fer henni að létta, hvort sem menn koma út úr henni klæðlitlir eða ekki.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 4.10.2008 kl. 01:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband