Almenningur hrópar á efnahagsaðgerðir íslensku ríkisstjórnarinnar.

Timi til þess að tala út og suður er liðinn og ríkisstjórnarflokkarnir hljóta að koma fram með ráð sem Íslendingar hyggjast beita við efnahagsstjórnun landsins á þeim tímum sem uppi eru.

Það hefur aldrei þótt góð lexía að láta reka á reiðanum, líkt og viðhorfið hefur verið í marga mánuði hér á landi þar sem þjóðarskútan marar í hálfu kafi í raun.

Tiltrú almennings á sitjandi stjórnvöld hefur beðið hnekki eins og algilt er þegar ráðamenn eru ráðalausir við erfið úrlausnarefni.

Hvað er til ráða ?

Ætti að aftengja vísitölutengingu launa og verðlags ?

Ætti að aftengja verðtryggingu samtímis ?

Eitthvað þarf að gera svo mikið er víst.

kv.gmaria.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl Guðrún María.

Ég held að fæðingahríðarnar séu byrjaðar fyrir alvöru, Og nú er eins gott fyrir almenning að hefa eyru og augu GALOPIN næstu daga og vikur og ekki kyngja öllu sem því er sagt!

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 29.9.2008 kl. 01:24

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Þórarinn.

Það er án efa rétt.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 30.9.2008 kl. 01:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband