Sunnudagspistill undan Eyjafjöllum.

Sit hér og hlusta á brimhljóð sem ætíð boða norðanátt hér um slóðir, en norðanátt á þessum tíma þýðir kólnandi veður. Það er jú komið haust og gott sumar á enda og sviptingakennt veðurfar hefur tekið við.

Ég fór austur til samveru við fjölskylduna sem yngstu meðlimir eru alla jafna hrókur alls fagnaðar í hinu undursamlega frelsi í íslenskri sveit.

Sveitin er töfraveröld sem ég var svo heppin að fá að alast upp í, töfraveröld alls konar upplifunar í nánd við náttúruna, þar sem nytjar mannsins í sambúð við náttúruna, ásamt flóru mannlífsins voru veganestið.

Hver árstíð hefur sinn sjarma jafnt í sveit sem borg, en árstíðir í sveitum innihéldu og innihalda ákveðna sjálfkrafa verkaskiptingu þar sem sauðburður að vori, heyskapur að sumri, og réttir að hausti eru hinn venjulegi hringur ársins ásamt ýmsum öðrum búverkum sem sem breyst hafa í tímans tönn með mismiklu móti með tækni hvers konar.

Hér er nú að finna kornakra víðar en áður og afar ánægjulegt til þess að vita að frumkvöðull í kornræktinni hefur nú nýlega sett á markað hveiti sem framleitt er alfarið hér á Þorvaldseyri undir Eyjaflöllum.

Með öðrum orðum kornið er ræktað og síðan skorið og unnið í hveiti hér, þannig á það að vera og það heitir sjálfbærni eins bónda sem innleggs í sjálfbærni eins samfélags.

Hér er nefnilega hægt að framleiða ýmislegt af matarforða einnar þjóðar eins og víðar á landinu.

kv.gmaria.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband