Sama háa skattprósentan en lélegri opinber þjónusta.

Hversu lengi ætlum við skattgreiðendur að láta okkur það lynda að "sparnaði " hins opinbera fylgi æ ofan í æ niðurskorinn þjónusta án þess þó að skattprósenta hafi lækkað.

Það virðist varla hægt að halda úti lögreglu, með nægilegum mannafla þar að lútandi, og sífelldur niðurskurður til ýmissa rekstrarþátta í heilbrigðisþjónustu hefur verið viðvarandi í langan tíma.

Það er hvoru tveggja sjálfsagt og eðlilegt að nýta fjármuni sem best en á hverjum tíma hljóta menn að þurfa marka skil um eðlilegt þjónustustig verkefna hins opinbera og þar sé að finna einhvern mælikvarða sem telst vera innan skynsamlegra marka.

Það atriði að ætla allt of fáum starfsmönnum að sinna verkefnum á vettvangi hinnar opinberu þjónustu án þess þó að gæði þjónustu breytist er eitthvað sem menn ættu að hætta að reyna telja fólki trú um að sé mögulegt.

Árangurstenging launa stjórnenda  þess efnis að launin hækki í réttu samræmi við sparnað hér og þar, inniheldur hvata að því að þeir hinir sömu spari aurinn en kasti krónunni , í formi þess að spara í störfum og álag per starfsmann verði til þess að enginn endist í störfum við þjónustuna sem aftur þýðir endalaus vandamál við mannahald.

Í upphafi skyldi endir skoða í þessu efni.

kv.gmaria.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband